Að fá sér hund.
Það fylgir því töluvert meiri vinna að halda hund en t.d. kött.
Því fylgja skyldur og eigandinn þarf að leggja sig allan fram ef hann ætlar að njóta bestu eiginleika sinnar hundategundar.
Skynsamleg umönnun og athygli er forsenda þess að hundurinn verði hlíðinn og heilbrigður.
Í raun ætti hundahald ekki að vera of tímafrekt og ætti að vera mjög ánægjulegt bæði fyrir hund og mann.
Þjálfun hundsins veitir þér líka góða líkamlega þjálfun. Því meiri tíma sem þú eyðir með hundinum þínum því fleiri af eiginleikum hundsins verða þér ljósir.
Ef þú vilt afla þér meiri þekkingar um hundinn þinn, eða aðrar tegundir, geturðu talað við ræktendur eða dýralækninn þinn, eða aflað þér upplýsinga úr bókum um hinar ýmsu tegundir.
Það er sama hvernig hund þú færð þér, hann mun endurgjalda umhyggjuna sem þú gefur honum og þú munt hafa mikla ánægju af honum.